Aðalfundarboð 2015

Aðalfundur SSOVÍ 2015 verður haldinn á Köllunarklettsvegi 1, 3. hæð (BÍG) fimmtudaginn 12. mars kl. 19.00.

Sjá nánar í aðalfundarboði. Síðbúið fréttabréf frá síðasta aðalfundi má nálgast hér.

Vonumst til að sjá sem flesta!

Með bestu kveðju, Anna Svava gsm. 693-2237, Gréta og Erna

Aðalfundarboð 2014

Aðalfundur SSOVÍ 2014 verður haldinn á Köllunarklettsvegi 1, 3. hæð. (BÍG)

Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf skv. 7. grein samþykkta félagsins.

  1. Kosning fundarstjóra og ritara aðalfundar.
  2. Skýrsla stjórnar.
  3. Endurskoðaður ársreikningur félagsins lagður fram til afgreiðslu.
  4. Tillögur til breytinga á samþykktym félagsins ef um þær er að ræða.
  5. Kosning formanns.
  6. Kosning meðstjórnenda og þriggja fulltrúa í siðanefnd SSOVÍ.
  7. Kosning fulltrúa í stjórn BÍG og þingmanna á bandalagsþing BÍG.
  8. Kosning endurskoðanda og varaendurskoðanda reikninga félagsins.
  9. Tillaga stjórnar um árstillag félagsmanna næsta reikningsár.
  10. Önnur mál.

Vonumst til að sjá sem flesta!

Með bestu kveðju, Anna Svava gsm. 693-2237, Gréta og Begga.

Litlu Jól SSOVÍ 2012

í Ísis heilsuhofi sunnudaginn 16. desember kl 17.00

Sjá nánar í nýju fréttabréfi. Þar er einnig skýrsla frá Önnu Svövu Traustadóttur um upplýsingar vegna samstarfs skráðra græðara við Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði.

Aðalfundur SSOVÍ 2012

í Ísis heilsuhofi föstudaginn 4. maí kl. 19.00

Athugið breyttan stað og stund á aðalfundi félagsins, sjá nánar í nýju fréttabréfi.

Nuddmót og aðalfundur SSOVÍ 2012 á Fosshótel Reykholti 20.-22. apríl

Aðalfundur haldinn laugardaginn 21. apríl kl. 16.00

Dagskráin er eftirfarandi:

Föstudagur 20. apríl

  • Kl.17:00 Mæting
  • Kl.18:30 Léttur kvöldverður, gúllas með kartöflumús, salat og brauð – kaffi/te
  • Kl.20:00 Nudd og skiptinudd
  • Kl.22:00 Heitir pottar, slökun fyrir svefninn

Laugardagur 21. apríl

  • Kl.09:00 Morgunverður
  • Kl.09:30 Thailenskar jóga teygjur sem styrkja m.a. orkubrautir og orkuflæði líkamans
  • Kl.10:00 Fræðsla um Ayur Veda andlitsnudd sem er spennandi nýjung hér á landi.
  • Kl.12:00 Léttur hádegisverður, 2 tegundir af súpu dagsins, salat og brauð – kaffi/te
  • Kl.13:00 Gönguferð/skoðunarferð, förum í gönguferð um svæðið, skoðum gömlu kirkjuna (vígð 1887) kíkjum inn í Snorrastofu en þar er m.a. minjagripaverslun með vandað vöruval. Deildartunguhver verður skoðaður ásamt fl.
  • Kl.16:00 Aðalfundur SSOVÍ
  • Kl.17:00 Frjáls tími
  • Kl.20:00 Hátíðarkvöldverður:
  • Forréttur: Heimalagað laxapaté borið fram með gúrku salati.
  • Aðalréttur: Lambafillet með fondant kartöflu, rótargrænmeti og rósmarín gljáa.
  • Eftirréttur: Heit súkkulaðikaka með ís og ferskum berjum.
  • Kl.21:00 Kvöldvaka, góðar hugmyndir vel þegnar

Sunnudagur 22. apríl

  • Kl.09:00 Morgunverður
  • Kl.09:30 Nudd og skiptinudd
  • Kl.12:00 Hádegisverður, 2 tegundir af súpu dagsins, salat og brauð – kaffi/te
  • Kl.13:00 Hringborðsumræður
  • Kl.14:00 Mótslit og kveðjustund

Þátttökugjald aðeins 19.500 kr.

Innifalið:

  • Gisting í uppábúnum rúmum í tveggja manna herbergi í tvær nætur.
  • Eins manns herbergi kostar aukalega 3.000 kr. fyrir 2 nætur
  • 2x morgunverður, léttur hádegisverður á laugardag og sunnudag. Léttur kvöldverður á föstudagskvöldið og 3ja rétta kvöldverður á laugardagskvöldið.
  • Góðar kræsingar á aðalfundinum ásamt kaffi/te.
  • Nudd og skiptinudd, fræðsla og fróðleikur, slökun og jóga teygjur, góður félagsskapur og skemmtun.

Skráning á nuddmótið:

  • Erna Líndal sími 8454240 erna@kopur.is
  • Björk Skarphéðinsdóttir sími 8605586 bskarp50@gmail.com
  • Arnhildur Magnúsdóttir sími 8955848 demetra@mi.is
  • Svava Hlíð Svavarsdóttir sími 8683633 svavahlid@isl.is

Staðfesta þarf komu sína í síðasta lagi 5. apríl 2012.

Hlökkum til að hitta gamla sem nýja félaga og hlaða okkur orku úr Reykholtinu. Við skiptum öll máli fyrir félagið okkar þess vegna er mikilvægt að mæta bæði til að standa saman og til að láta lífið leika við okkur.

Sjá nánar í nýju fréttablaði.

Litlu jól SSOVÍ 2011

Litlu jól SSOVÍ verða fimmtudaginn 24. nóvember í Reykjavík og á Akureyri.

Í Reykjavík: látið vita í síma 895-5848 Arnhildur eða 868-3633 Svava.

Á Akureyri: í síma 898-0467 Svana eða 895-7333 Katrín.

Komið er út nýtt fréttabréf.

Auglýsing:

Andlitsnudd

Face lift massage

Meðferð til betra útlits og vellíðunar.

Hentar öllum aldurshópum og báðum kynjum.

Engin krem eða olíur.

Gjafabréf – góð gjöf

Kem út á land.

Arnhildur S. Magnúsdóttir s. 895-5848, Reykjavík

Leiðarkerfi færslna

Nuddmót og aðalfundur

Komið er út nýtt fréttabréf.

4 daga námskeið

Á þessu 4 daga námskeiði munt þú fá sérþekkingu á vöðvatengdu svæðanuddi sem og meðferð á liðum og hrygg. Nemendur læra m.a. að greina og meðhöndla læsta hryggjaliði og læstan spjaldhrygg. Einnig verður farið í staðsetningu og meðferð ýmissa vöðvahópa og hvernig hægt er að losa um ef til vill andlega spennu í vöðvum.

Fyrirlesari/kennari verður: Christian Slot, sem rekur Svæðanuddskólann: „Dit Alternativ“ í Danmörku http://www.ditalternativ.com/.

Christian er menntaður svæða- og viðbragðsfræðingur, nuddari og nálastungulæknir. Hann hefur gefið út nokkrar bækur um svæða- og viðbragðsfræði.

Innihald námskeiðs:

  • Vöðvasvæðin á fótunum, þar með taldir líffæratengdir vöðvar.
  • Þjálfun í greiningu á vöðvaspennu og vöðvabólgu.
  • Meðferð vöðvavandamála.
  • Vöðvar og andlegt samhengi.
  • Aðferðir fyrir fljótlega vöðvaslökun.
  • Læstur spjaldhryggur, grindargliðnun, settaugarbólga (þjótak), verkir í mjöðmum, brjósklos, skekkja á hryggjaliðum, brjóstverkir, háls/hnakkavandamál, verkir í herðum, tennisolnbogi og fl.

Nánari upplýsingar um námskeiðið: erna@kopur.is og annemay@simnet.is