Nuddmót og aðalfundur

Komið er út nýtt fréttabréf.

4 daga námskeið

Á þessu 4 daga námskeiði munt þú fá sérþekkingu á vöðvatengdu svæðanuddi sem og meðferð á liðum og hrygg. Nemendur læra m.a. að greina og meðhöndla læsta hryggjaliði og læstan spjaldhrygg. Einnig verður farið í staðsetningu og meðferð ýmissa vöðvahópa og hvernig hægt er að losa um ef til vill andlega spennu í vöðvum.

Fyrirlesari/kennari verður: Christian Slot, sem rekur Svæðanuddskólann: „Dit Alternativ“  í Danmörku http://www.ditalternativ.com/

Christian er menntaður svæða- og viðbragðsfræðingur, nuddari og nálastungulæknir. Hann  hefur gefið út nokkrar bækur um svæða- og viðbragðsfræði.

Innihald námskeiðs:
* Vöðvasvæðin á fótunum,  þar með taldir líffæratengdir vöðvar.
* Þjálfun í greiningu á vöðvaspennu og vöðvabólgu.
* Meðferð vöðvavandamála.
* Vöðvar og andlegt samhengi.
* Aðferðir fyrir fljótlega vöðvaslökun.
* Læstur spjaldhryggur, grindargliðnun, settaugarbólga (þjótak), verkir í mjöðmum, brjósklos, skekkja á hryggjaliðum, brjóstverkir, háls/hnakkavandamál, verkir í herðum, tennisolnbogi og fl.

Nánari upplýsingar um námskeiðið: erna@kopur.is  og  annemay@simnet.is