Fréttir

Formannsfrétt

Kæru vinir, 

hér koma póstar (sjá; um ssoví > fréttir) frá aðalfundi SSOVÍ.

Það fór nú svo að enn situr stjórn fyrir norðan og við ætlum að gera okkar besta en þiggjum ráð og uppörfun varðandi hvað fólk vill að við gerum 

Nokkrar konur sunnan heiða ætla að sjá um næsta nuddmót! Svo er í bígerð að finna stað til að leigja eitt kvöld í mánuði eða annan hvorn mánuð og hittast og fá nudd og gefa.  Veit einhver um staðinn?

Svo er að nálgast fótakortið góða, sjá upplýsingar í viðhengi.        Endilega lesið póstana!!! 

Hér kemur linkur frá Ásgerði á feisbókar síðuna okkar: 

https://www.facebook.com/groups/2161584204168800

 Við erum með facebook grúppu/hóp sem heitir SSOVÍ og er eingöngu ætluð félagsmönnum okkar. (Núna eru 22 í henni). Fólk sem ekki er nú þegar í grúppunni á að smella á linkinn og þá á fólk að geta valið „join“ eða sambærilegan valkost til að biðja um aðgang í hópinn, og við sem erum „admin“ eða stjórnendur hópsins getum þá samþykkt viðkomandi inn í hópinn. (Ég, Anna Svava og Gréta erum stjórnendur). 

Og svo erum við með heimasíðuna: www.svaedamedferd.is

 Takk fyrir veturinn elsku fólk og megi ljós, kærleikur og friður umvefja okkur öll nú og ætíð,     Katrín form. SSOVÍ

Skýrsla stjórnar 2023

Kæru vinir, félagar SSOVÍ!
Þá er komið að aðalfundi SSOVÍ 2023, árin líða fljótt !!!
Stjórnin hefur fundað formlega 4 sinnum á árinu og haft mjög gaman af þeim hitting 🙂 Þess utan spjall í
síma og í gegnum netpóst.
Síðastliðið ár var frekar rólegt því við gengum úr Bandalagi íslenskra græðara á síðasta aðalfundi, eftir
yfir 20 ára veru þar, og losnuðum þá undan mikilli vinnu sem var greinilega ekki að skila okkur neinum
ávinningi.
Svo eru það fótakortin, 25 ára afmælisgjöf SSOVÍ til félagasmanna sinna. Eins og sagt er í
eftirnuddmótspósti sendum í desember, þá erum við í smá dreifingar vandræðum, kostar augun úr að
kaupa plasthólk og senda í pósti. En hér eru konur sem tóku að sér að vera dreifingar aðilar og ætla sér að
koma kortunum út! Endilega hringið og mælið ykkur mót við einhverjar okkar og sækið kortin, við
merkjum við og sendum þeim sem lengst eiga að fara.
Dreifingaraðilar eru: Una Berglind sími 699-7006 í Reykjavík, Ásta sími 898-7939 í Skagafirði,
Sveinbjörg sími 869-2364 á Hornafirði, Gréta sími 893-7314 í Reykjavík? Katrín sími 895-7333 á
Eyjafjarðarsvæðinu.
Í haust var svo nuddmót haldið eftir nokkurra ára hlé, þangað mættu 12 konur og eins og áður á
nuddmótum var móðir jörð, almættið og allir englarnir með okkur og voru allar konurnar sammála um að
helgin var dásamleg og þetta yrði að endurtaka á hverju eða öðru hverju ári!!!
Ég hvet alla félaga, hvort sem þeir eru að nota svæðameðferðina eða ekki, að mæta á næsta nuddmót það
er endurnærandi og skemmtilegt.
Nú hefur stjórnin setið hér fyrir Norðan í um 10 ár og langar okkur mjög að hún flytji suður yfir heiðar,
kominn tími fyrir ferskan vorblæ í félagið. Hvar eruði gömlu valkyrjur SSOVÍ?
Að vera í stjórn er ósköp lítið mál eftir að við hættum í BÍG!
Ég er búin að fara á fjörurnar við nokkrar góðar konur sunnan heiða, sumar tilbúnar í stjórn en ekki í
formennskuna. Ef einhver er tilbúin að vera formaður vinsamlega hafðu samband við núverandi formann,
annars sitjið þið uppi með núverandi stjórn 🙂
Nú svo er bara að muna eftir árgjaldinu sem stjórn stingur uppá að sé 2000 kr (eina greiðsla á landinu sem
lækkar!!!) og senda stjórn hugmyndir um hvað við eigum að nota peningana okkar í, en félagið á um 500
000 kr í banka, þrátt fyrir nokkra eyðslu í kringum nuddmót og afmæli SSOVÍ.
Svo er að muna eftir heimasíðunni, www.svaedamedferd.is er hér einhver sem vill taka hana í fóstur?
Ásgerður er svo frábær og stofnaði feisbókarsíðuna okkar og sér um hana, takk Ásgerður 🙂
Hér er linkurinn á facebooksíðuna: https://www.facebook.com/groups/2161584204168800

Allrabesta vorkveðja
Katrín formaður SSOVÍ
Anna Svava gjaldkeri SSOVÍ
Guðrún ritari SSOVÍ

NUDDMÓT 14. – 16. október og AFMÆLI 28. nóvember.

Elskulegu félagar í SSOVÍ
Þið sem hafið verið svo staðföst í félaginu öll þessi ár, sum 25 ár og önnur styttra. Takk fyrir það<3
Þetta félag hefur verið ,,félags“ barnið mitt í þessu lífi, en nú er ég tilbúin að sleppa og mér sýnist sterkar
og kraftmikilar konur ætla að taka við á næsta aðalfundi, gott til þess að hugsa 🙂

En að aðalmálinu NUDDMÓTINU!
Nú erum við í stjórn búnar að skipuleggja NUDDMÓT 14. – 16. OKTOBER!!!!!
á LAUGARBAKKA, HÚNAVATNSSÝLU rétt hjá Hvammstanga, miðja vegu milli Reykjavíkur og
Akureyrar. Mæting um kl. 18 á föstudag 14. og slit um kl. 14 á sunnudag 16.

Hvernig líst ykkur á? Fyrstir panta fyrstir fá!!! Hótelið (sem reyndar er tvö einbýlishús) býður uppá 13
rúm og kannski getum við bætt við dýnum ef fleiri mæta. Í öðru húsinu er jógasalur þar sem við getum
nuddað.

Helgin = tvær nætur kosta 16.000 kr + súpa og brauð á föstudag kr 2.200. Þar sem nokkur peningur
hefur safnast hjá SSOVÍ síðastliðin ár hefur stjórn ákveðið að styrkja þátttakendur, en ekki er búið að
ganga frá því. Við erum að spá í að panta kvöldverð á laugardag á Hvammstanga í fallegu veitingahúsi
þar við sjóinn. Það er í vinnslu.

Við ætlum að hafa upprifjunarnámskeið og það er í vinnslu. Kannski veljum við upprifjun á hringnuddi
og fleiri hugmyndir eru í skoðun, en gott væri að fá hugmyndir frá ykkur. Ekki vera feimin þótt þið hafið
lítið nuddað, það er með nuddið eins og sundið, einu sinni lært og þú kannt það til æviloka 🙂

Varðandi svæðameðferða kortið góða þá er það komið í prentun og verður væntanlega tilbúið fyrir
nuddmótið, félagið gefur það, en sennilega fáum við tengil og reynum að hafa afhendingardag í þéttbýli
en sendum útá land, það kostar hrikalega mikið að setja svona í póst, en við sjáum til.

Mín kæru muniði hve gaman var á nuddmótum í gamla daga? Nú er bara að endurvekja samveruna og við
fáum allavega tvö kannski þrjú dásamleg nudd þessa helgi 🙂 og ég sendi svæðameðferðar hugleiðingar
síðar, hugleiðingar um hve mikilvægt er að geta hjálpað þó ekki sé nema sínum nánustu neð slökun og
virkni svæðameðferðar <3

Hlakka til að fá viðbrögð frá ykkur,

Kær kveðja frá stjórn,

Katrín form. SSOVÍ www.katjons1@gmail.com s. 8957333

Aðalfundur SSOVÍ

Aðalfundur SSOVÍ var haldinn fimmtudaginn 17. mars 2022 kl. 17.00 í

Margrétarhaga 8, Akureyri, zoom fundur.

Mættar voru Katrín Jónsdóttir formaður, Anna Svava Traustadóttir gjaldkeri,
Guðrún Guðmundsdóttir ritari, Svana Kristinsdóttir, Hólmfríður Margrét
Bjarnadóttir, Ásgerður Jónasdóttir, Ólöf Guðmundsdóttir, Kristveig Óladóttir, Erna
Líndal Kjartansdóttir og Ásta Agnarsdóttir.

  1. Katrín setti fundinn og bauð allar velkomnar. Anna Svava var kosin fundarstjóri og Guðrún ritari.
  2. Formaður las skýrslu stjórnar fyrir árið 2021. Samþykkt.
  3. Gjaldkeri las upp reikninga félagsins. Samþykktir.
  4. Fellur niður.
  5. Katrín gaf kost á sér áfram til eins árs og var hún samþykkt. Meðstjórnendur gáfu kost á sér til eins árs og voru þeir samþykktir ásamt þremur fulltrúum í siðanefnd. Þeir eru Anna Svava Traustadóttir, Hólmfríður Margrét Bjarnadóttir og Ásgerður Jónasdóttir
  6. Fellur niður. Óbreytt. Skoðunarmenn reikninga eru Svana Kristinsdóttir og Guðný Kristinsdóttir.
  7. Árgjald verður 2.500.-
  8. Önnur mál:
    Samþykkt einróma (ein sat hjá) tillaga stjórnar um að SSOVÍ segi sig úr BIG, Bandalagi Íslenskra Græðara.
    Umræður um heimasíðu SSOVÍ og síðu á FB. Ásgerði falið að skoða Like síðu félagsins og uppfæra hana. Ath. með lénið nudd.is.
    Rætt um nuddmót í sept – okt 2022 í tilefni 25 ára afmælis félagsins þann nóvember 2022.
    Umræður samkvæmt 5. gr. laga um tengla. Ásgerður, Gréta og Ólöf valdir
    tenglar á höfuðborgarsvæðinu stjórn til halds og trausts.

Fleira ekki bókað og fundi slitið kl. 18.00.

Guðrún Guðmundsdóttir ritari.

Formannsspjall fyrir aðalfund

Elskulega fólk, SSOVÍ félagar!
Stjórn hefur samþykkt að sitja eitt ár í viðbót og ætlum við að kjósa tengla allavega á höfuðborgarsvæðinu (skv. 5. grein laga SSOVÍ) okkur til halds og trausts.
Sjálfboðaliðar láti af sér vita,  gaman ef tenglar fást í öllum landsfjórðungum:)
Þrjú mikilvæg mál eru til afgreiðslu á aðalfundi SSOVÍ 2022

  1. Úrsögn SSOVÍ úr Bandalagi íslenskra græðara.
    Verði það samþykkt þá dettur 7. grein laga SSOVÍ út og sömuleiðis dettur út í 12. grein: ,,Félagar SSOVÍ lúta siðareglum BÍG‘‘  
    Við teljum vera reynt til fullnustu að við uppskerum eitthvað á veru okkar í BÍG. Ekkert gengur með að starf okkar sé metið innan opinbera kerfisins, oft koma upp ágreiningsmál innan BÍG og nánast ókleift fyrir okkur að manna nefndir þar.  
    Við sem erum í stjórn SSOVÍ og fulltrúar okkar í BÍG, ásamt þeim sem svöruðu pósti okkar í haust erum sammála um úrsögn úr BÍG. 
    Það mál mun því verða lagt fram til samþykktar á næsta aðalfundi SSOVÍ 17. mars. 
    Við leggjum áherslu á að skráðir græðarar geta verið skráðir áfram þó félagið gangi úr bandalaginu. 
  2. SSOVÍ verður 25 ára 28. nóvember 2022 og við erum með hugmynd að gefa öllum félagsmönnum stórt kort af fótum með staðsetningu líffæra og punktum, mjög fallegt. Sömuleiðis stefnum við ákveðið að því að endurvekja nuddmótin skemmtilegu og að það fyrsta verði næsta haust t.d. í byrjun september og við ætlum að vera með einhvers konar námskeið í tengslum við það.
    Getur SSOVÍ, og þá hvernig, augýst svæðameðferð almennt?    
    Hugmyndir vel þegnar 🙂
  3. Stjórn leggur til lækkun á árgjaldi. Við erum farin að safna pening, ekki hefur verið haldið nuddmót eða annar hittingur vegna pestarinnar síðustu ár, en okkur langar að beina orkunni inn í félagið og nota sjóðinn í uppbyggingu innávið.  Námskeið, fræðslu og hittinga 🙂  Uppástunga stjórnar er 2500 kr árgjald.

Það hefur  allt verið í dálitlum hægagangi, eins og hefur verið á hnettinum okkar síðastliðin ár.  Nú er að rofa til.  Við höfum hist af og til í stjórninni og rætt málefni heildrænna meðferða á Íslandi og málefni SSOVÍ. Við erum bjartsýn á framtíðina 🙂
Sendur verður ,,linkur‘‘ á aðalfund þegar nær dregur.  
Minnum á heimasíðuna www. svaedamedferd.is 

Sendum gleði og blessun til ykkar allra,

Katrín, Guðrún og Anna Svava

Aðalfundarboð 2020

Aðalfundur SSOVÍ 2020 verður haldinn í Ísis heilsuhofi, Kaupangi, Akureyri fimmtudaginn 4. júní kl. 19.30.

Sjá nánar í aðalfundarboði.

Vonumst til að sjá sem flesta!

Væri gott að fá tilkynningu um mætingu á annatrausta@gmail.com

Með bestu kveðju, Anna Svava gsm. 894-8833, Katrín og Guðrún.

Aðalfundarboð 2015

Aðalfundur SSOVÍ 2015 verður haldinn á Köllunarklettsvegi 1, 3. hæð (BÍG) fimmtudaginn 12. mars kl. 19.00.

Sjá nánar í aðalfundarboði. Síðbúið fréttabréf frá síðasta aðalfundi má nálgast hér.

Vonumst til að sjá sem flesta!

Með bestu kveðju, Anna Svava gsm. 693-2237, Gréta og Erna

Aðalfundarboð 2014

Aðalfundur SSOVÍ 2014 verður haldinn á Köllunarklettsvegi 1, 3. hæð. (BÍG)

Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf skv. 7. grein samþykkta félagsins.

  1. Kosning fundarstjóra og ritara aðalfundar.
  2. Skýrsla stjórnar.
  3. Endurskoðaður ársreikningur félagsins lagður fram til afgreiðslu.
  4. Tillögur til breytinga á samþykktym félagsins ef um þær er að ræða.
  5. Kosning formanns.
  6. Kosning meðstjórnenda og þriggja fulltrúa í siðanefnd SSOVÍ.
  7. Kosning fulltrúa í stjórn BÍG og þingmanna á bandalagsþing BÍG.
  8. Kosning endurskoðanda og varaendurskoðanda reikninga félagsins.
  9. Tillaga stjórnar um árstillag félagsmanna næsta reikningsár.
  10. Önnur mál.

Vonumst til að sjá sem flesta!

Með bestu kveðju, Anna Svava gsm. 693-2237, Gréta og Begga.