Nuddmót og aðalfundur SSOVÍ 2012 á Fosshótel Reykholti 20.-22. apríl

Aðalfundur haldinn laugardaginn 21. apríl kl. 16.00

Dagskráin er eftirfarandi:

Föstudagur 20. apríl

 • Kl.17:00 Mæting
 • Kl.18:30 Léttur kvöldverður, gúllas með kartöflumús, salat og brauð – kaffi/te
 • Kl.20:00 Nudd og skiptinudd
 • Kl.22:00 Heitir pottar, slökun fyrir svefninn

Laugardagur 21. apríl

 • Kl.09:00 Morgunverður
 • Kl.09:30 Thailenskar jóga teygjur sem styrkja m.a. orkubrautir og orkuflæði líkamans
 • Kl.10:00 Fræðsla um Ayur Veda andlitsnudd sem er spennandi nýjung hér á landi.
 • Kl.12:00 Léttur hádegisverður, 2 tegundir af súpu dagsins, salat og brauð – kaffi/te
 • Kl.13:00 Gönguferð/skoðunarferð, förum í gönguferð um svæðið, skoðum gömlu kirkjuna (vígð 1887) kíkjum inn í Snorrastofu en þar er m.a. minjagripaverslun með vandað vöruval. Deildartunguhver verður skoðaður ásamt fl.
 • Kl.16:00 Aðalfundur SSOVÍ
 • Kl.17:00 Frjáls tími
 • Kl.20:00 Hátíðarkvöldverður:
 • Forréttur: Heimalagað laxapaté borið fram með gúrku salati.
 • Aðalréttur: Lambafillet með fondant kartöflu, rótargrænmeti og rósmarín gljáa.
 • Eftirréttur: Heit súkkulaðikaka með ís og ferskum berjum.
 • Kl.21:00 Kvöldvaka, góðar hugmyndir vel þegnar

Sunnudagur 22. apríl

 • Kl.09:00 Morgunverður
 • Kl.09:30 Nudd og skiptinudd
 • Kl.12:00 Hádegisverður, 2 tegundir af súpu dagsins, salat og brauð – kaffi/te
 • Kl.13:00 Hringborðsumræður
 • Kl.14:00 Mótslit og kveðjustund

Þátttökugjald aðeins 19.500 kr.

Innifalið:

 • Gisting í uppábúnum rúmum í tveggja manna herbergi í tvær nætur.
 • Eins manns herbergi kostar aukalega 3.000 kr. fyrir 2 nætur
 • 2x morgunverður, léttur hádegisverður á laugardag og sunnudag. Léttur kvöldverður á föstudagskvöldið og 3ja rétta kvöldverður á laugardagskvöldið.
 • Góðar kræsingar á aðalfundinum ásamt kaffi/te.
 • Nudd og skiptinudd, fræðsla og fróðleikur, slökun og jóga teygjur, góður félagsskapur og skemmtun.

Skráning á nuddmótið:

 • Erna Líndal sími 8454240 erna@kopur.is
 • Björk Skarphéðinsdóttir sími 8605586 bskarp50@gmail.com
 • Arnhildur Magnúsdóttir sími 8955848 demetra@mi.is
 • Svava Hlíð Svavarsdóttir sími 8683633 svavahlid@isl.is

Staðfesta þarf komu sína í síðasta lagi 5. apríl 2012.

Hlökkum til að hitta gamla sem nýja félaga og hlaða okkur orku úr Reykholtinu. Við skiptum öll máli fyrir félagið okkar þess vegna er mikilvægt að mæta bæði til að standa saman og til að láta lífið leika við okkur.

Sjá nánar í nýju fréttablaði.