Aðalfundur SSOVÍ

Aðalfundur SSOVÍ var haldinn fimmtudaginn 17. mars 2022 kl. 17.00 í

Margrétarhaga 8, Akureyri, zoom fundur.

Mættar voru Katrín Jónsdóttir formaður, Anna Svava Traustadóttir gjaldkeri,
Guðrún Guðmundsdóttir ritari, Svana Kristinsdóttir, Hólmfríður Margrét
Bjarnadóttir, Ásgerður Jónasdóttir, Ólöf Guðmundsdóttir, Kristveig Óladóttir, Erna
Líndal Kjartansdóttir og Ásta Agnarsdóttir.

  1. Katrín setti fundinn og bauð allar velkomnar. Anna Svava var kosin fundarstjóri og Guðrún ritari.
  2. Formaður las skýrslu stjórnar fyrir árið 2021. Samþykkt.
  3. Gjaldkeri las upp reikninga félagsins. Samþykktir.
  4. Fellur niður.
  5. Katrín gaf kost á sér áfram til eins árs og var hún samþykkt. Meðstjórnendur gáfu kost á sér til eins árs og voru þeir samþykktir ásamt þremur fulltrúum í siðanefnd. Þeir eru Anna Svava Traustadóttir, Hólmfríður Margrét Bjarnadóttir og Ásgerður Jónasdóttir
  6. Fellur niður. Óbreytt. Skoðunarmenn reikninga eru Svana Kristinsdóttir og Guðný Kristinsdóttir.
  7. Árgjald verður 2.500.-
  8. Önnur mál:
    Samþykkt einróma (ein sat hjá) tillaga stjórnar um að SSOVÍ segi sig úr BIG, Bandalagi Íslenskra Græðara.
    Umræður um heimasíðu SSOVÍ og síðu á FB. Ásgerði falið að skoða Like síðu félagsins og uppfæra hana. Ath. með lénið nudd.is.
    Rætt um nuddmót í sept – okt 2022 í tilefni 25 ára afmælis félagsins þann nóvember 2022.
    Umræður samkvæmt 5. gr. laga um tengla. Ásgerður, Gréta og Ólöf valdir
    tenglar á höfuðborgarsvæðinu stjórn til halds og trausts.

Fleira ekki bókað og fundi slitið kl. 18.00.

Guðrún Guðmundsdóttir ritari.