NUDDMÓT 14. – 16. október og AFMÆLI 28. nóvember.

Elskulegu félagar í SSOVÍ
Þið sem hafið verið svo staðföst í félaginu öll þessi ár, sum 25 ár og önnur styttra. Takk fyrir það<3
Þetta félag hefur verið ,,félags“ barnið mitt í þessu lífi, en nú er ég tilbúin að sleppa og mér sýnist sterkar
og kraftmikilar konur ætla að taka við á næsta aðalfundi, gott til þess að hugsa 🙂

En að aðalmálinu NUDDMÓTINU!
Nú erum við í stjórn búnar að skipuleggja NUDDMÓT 14. – 16. OKTOBER!!!!!
á LAUGARBAKKA, HÚNAVATNSSÝLU rétt hjá Hvammstanga, miðja vegu milli Reykjavíkur og
Akureyrar. Mæting um kl. 18 á föstudag 14. og slit um kl. 14 á sunnudag 16.

Hvernig líst ykkur á? Fyrstir panta fyrstir fá!!! Hótelið (sem reyndar er tvö einbýlishús) býður uppá 13
rúm og kannski getum við bætt við dýnum ef fleiri mæta. Í öðru húsinu er jógasalur þar sem við getum
nuddað.

Helgin = tvær nætur kosta 16.000 kr + súpa og brauð á föstudag kr 2.200. Þar sem nokkur peningur
hefur safnast hjá SSOVÍ síðastliðin ár hefur stjórn ákveðið að styrkja þátttakendur, en ekki er búið að
ganga frá því. Við erum að spá í að panta kvöldverð á laugardag á Hvammstanga í fallegu veitingahúsi
þar við sjóinn. Það er í vinnslu.

Við ætlum að hafa upprifjunarnámskeið og það er í vinnslu. Kannski veljum við upprifjun á hringnuddi
og fleiri hugmyndir eru í skoðun, en gott væri að fá hugmyndir frá ykkur. Ekki vera feimin þótt þið hafið
lítið nuddað, það er með nuddið eins og sundið, einu sinni lært og þú kannt það til æviloka 🙂

Varðandi svæðameðferða kortið góða þá er það komið í prentun og verður væntanlega tilbúið fyrir
nuddmótið, félagið gefur það, en sennilega fáum við tengil og reynum að hafa afhendingardag í þéttbýli
en sendum útá land, það kostar hrikalega mikið að setja svona í póst, en við sjáum til.

Mín kæru muniði hve gaman var á nuddmótum í gamla daga? Nú er bara að endurvekja samveruna og við
fáum allavega tvö kannski þrjú dásamleg nudd þessa helgi 🙂 og ég sendi svæðameðferðar hugleiðingar
síðar, hugleiðingar um hve mikilvægt er að geta hjálpað þó ekki sé nema sínum nánustu neð slökun og
virkni svæðameðferðar <3

Hlakka til að fá viðbrögð frá ykkur,

Kær kveðja frá stjórn,

Katrín form. SSOVÍ www.katjons1@gmail.com s. 8957333