Formannsspjall fyrir aðalfund

Elskulega fólk, SSOVÍ félagar!
Stjórn hefur samþykkt að sitja eitt ár í viðbót og ætlum við að kjósa tengla allavega á höfuðborgarsvæðinu (skv. 5. grein laga SSOVÍ) okkur til halds og trausts.
Sjálfboðaliðar láti af sér vita,  gaman ef tenglar fást í öllum landsfjórðungum:)
Þrjú mikilvæg mál eru til afgreiðslu á aðalfundi SSOVÍ 2022

 1. Úrsögn SSOVÍ úr Bandalagi íslenskra græðara.
  Verði það samþykkt þá dettur 7. grein laga SSOVÍ út og sömuleiðis dettur út í 12. grein: ,,Félagar SSOVÍ lúta siðareglum BÍG‘‘  
  Við teljum vera reynt til fullnustu að við uppskerum eitthvað á veru okkar í BÍG. Ekkert gengur með að starf okkar sé metið innan opinbera kerfisins, oft koma upp ágreiningsmál innan BÍG og nánast ókleift fyrir okkur að manna nefndir þar.  
  Við sem erum í stjórn SSOVÍ og fulltrúar okkar í BÍG, ásamt þeim sem svöruðu pósti okkar í haust erum sammála um úrsögn úr BÍG. 
  Það mál mun því verða lagt fram til samþykktar á næsta aðalfundi SSOVÍ 17. mars. 
  Við leggjum áherslu á að skráðir græðarar geta verið skráðir áfram þó félagið gangi úr bandalaginu. 
 2. SSOVÍ verður 25 ára 28. nóvember 2022 og við erum með hugmynd að gefa öllum félagsmönnum stórt kort af fótum með staðsetningu líffæra og punktum, mjög fallegt. Sömuleiðis stefnum við ákveðið að því að endurvekja nuddmótin skemmtilegu og að það fyrsta verði næsta haust t.d. í byrjun september og við ætlum að vera með einhvers konar námskeið í tengslum við það.
  Getur SSOVÍ, og þá hvernig, augýst svæðameðferð almennt?    
  Hugmyndir vel þegnar 🙂
 3. Stjórn leggur til lækkun á árgjaldi. Við erum farin að safna pening, ekki hefur verið haldið nuddmót eða annar hittingur vegna pestarinnar síðustu ár, en okkur langar að beina orkunni inn í félagið og nota sjóðinn í uppbyggingu innávið.  Námskeið, fræðslu og hittinga 🙂  Uppástunga stjórnar er 2500 kr árgjald.

Það hefur  allt verið í dálitlum hægagangi, eins og hefur verið á hnettinum okkar síðastliðin ár.  Nú er að rofa til.  Við höfum hist af og til í stjórninni og rætt málefni heildrænna meðferða á Íslandi og málefni SSOVÍ. Við erum bjartsýn á framtíðina 🙂
Sendur verður ,,linkur‘‘ á aðalfund þegar nær dregur.  
Minnum á heimasíðuna www. svaedamedferd.is 

Sendum gleði og blessun til ykkar allra,

Katrín, Guðrún og Anna Svava