Formannsfrétt

Kæru vinir, 

hér koma póstar (sjá; um ssoví > fréttir) frá aðalfundi SSOVÍ.

Það fór nú svo að enn situr stjórn fyrir norðan og við ætlum að gera okkar besta en þiggjum ráð og uppörfun varðandi hvað fólk vill að við gerum 

Nokkrar konur sunnan heiða ætla að sjá um næsta nuddmót! Svo er í bígerð að finna stað til að leigja eitt kvöld í mánuði eða annan hvorn mánuð og hittast og fá nudd og gefa.  Veit einhver um staðinn?

Svo er að nálgast fótakortið góða, sjá upplýsingar í viðhengi.        Endilega lesið póstana!!! 

Hér kemur linkur frá Ásgerði á feisbókar síðuna okkar: 

https://www.facebook.com/groups/2161584204168800

 Við erum með facebook grúppu/hóp sem heitir SSOVÍ og er eingöngu ætluð félagsmönnum okkar. (Núna eru 22 í henni). Fólk sem ekki er nú þegar í grúppunni á að smella á linkinn og þá á fólk að geta valið „join“ eða sambærilegan valkost til að biðja um aðgang í hópinn, og við sem erum „admin“ eða stjórnendur hópsins getum þá samþykkt viðkomandi inn í hópinn. (Ég, Anna Svava og Gréta erum stjórnendur). 

Og svo erum við með heimasíðuna: www.svaedamedferd.is

 Takk fyrir veturinn elsku fólk og megi ljós, kærleikur og friður umvefja okkur öll nú og ætíð,     Katrín form. SSOVÍ