Aðalfundur 2024

Fundargerð aðalfundar Sambands svæða- og viðbragðsfræðinga á Íslandi, SSOVÍ, 15. maí 2024 kl. 17 í
Margrétarhaga 8 Akureyri. Þetta var Zoom fundur.

Mættar voru 8 konur, Katrín formaður, Anna Svava gjaldkeri, Svana ritari og Helga Pálína og á Zoom
voru mættar: Hólmfríður Margrét, Ásgerður, Ólöf og Kristveig.

Formaður setti fundinn og bauð allar velkomnar.
Dagskrá Aðalfundar:
1: Stungið uppá Önnu Svövu sem fundarstjóra og Svönu sem ritara – það var samþykkt.
2: Formaður las skýrslu stjórnar – sjá meðfylgjandi skýrslu. Engar athugasemdir gerðar.
3: Gjaldkeri las ársreikninga félagsins – sjá meðfylgjandi ársreikninga. Þeir voru samþykktir.
4: Tillögur til breytinga á lögum félagsins, sem voru sendar félagsmönnum í aðalfundarboði, ræddar
og síðan samþykktar á þessum aðalfundi. Sjá meðfylgjandi lög félagsins.
Það veldur því að kosning formanns og meðstjórnenda fellur niður og kosin er stjórn sem skiptir
með sér verkum.
5: Ný stjórn kosin hana skipa: Hólmfríður Margrét Bjarnadóttir, Ásgerður Jónasdóttir og
Margrét Einarsdóttir, Anna Svava Traustadóttir er varamaður. Stjórnin skiptir sjálf með sér
verkum formanns, ritara og gjaldkera.
6: Skoðunarmanneskja reikninga félagsins var kosin Ólöf Guðmundsdóttir og Anna Svava til vara.
7: Siðanefnd er óbreytt. Hana skipa, Ásgerður, Anna Svava og Gréta.
8: Samþykkt að sleppa árgjaldi þetta ár, félagið stendur vel, og á tæplega 470.000 kr í banka þegar
núverandi stjórn skilar stjórnartaumunum.
9: Undir liðnum önnur mál ræddum við framtíð félagsins og hvort við ættum að leggja formlegt
félag niður og stofna kannski áhugafólksfélag? Það væri skemmtilegt og ekki svona formlegt, við
gætum vel haft nuddmót og hausthitting og það réðist þá bara af áhuga og gleði hvort af því yrði.
Við ræddum nuddnám sem fyrirséð er að ekki verður í sömu mynd og var hjá Kristjáni sem
náttúrulega er komin til sumarlandsins.
En núna ætla þessar 3 frábæru konur, nýja stjórnin, að spreyta sig og þá getur allt gerst og óskar
fráfrandi stjórn þeim innilega til hamingju, Anna Svava varakona í stjórn, verður þeim til halds
og trausts og Katrín verður á bakvaktinni ef eitthvað er.

Fundi slitið 18:15 Katrín, Svana og Anna Svava