SSOVÍ Spjall

Eyjafirði 5.apríl 2024

Heilar og sælar hjartkæru svæðameðferðarsystur, nú erum við í stjórn farnar að huga að aðalfundi SSOVÍ
2024.
Við áætlum að hafa aðalfundinn eftir nuddmót sem verður 3. 4. og 5. maí á Laugarbakka.
Stjórnin hér norðan heiða ætlar að hætta að vera stjórn og þá er spurningin hverjar taka við?
Ég sendi þennan póst á ykkur sem komuð á nuddmótið í fyrra, því ég veit (held það sé rétt hjá mér) að þið
eruð að nudda og eruð áhugasamar um afdrif svæðameðferðar á Íslandi.
Því langar mig að fá ykkar álit um hvað við eigum að gera? Frá mínum sjónarhóli þá eru margar á
suðurhorninu sem hefðu mikið að gefa félagsfólki, bæði tengt svæðameðferð og/eða tengt öðrum heilsu
greinum.
Ef engar vilja taka að sér að vera í stjórn þá legg ég til að félagið verði lagt niður. Sem ég sannarlega vona
að ekki verði raunin.
Spurningin er: Hverjar eru tilbúnar að taka við þessu félagsbarni og þá hvernig getum/þurfum við
að breyta lögum félagsins til að þau þjóni okkur?

Kannski getur félagið rúllað svona áfram og eingöngu boðið uppá aðalfund og nuddmót, það er í sjálfu sér
gott og blessað. Nú eða þróast í einhverja átt sem stjórn og félagsfólk vill.
Lög félagsins eru á heimasíðu www.svaedamedferd.is og gott að fá hugmyndir að lagabreytingum ef
ykkur finnst að einhverju megi breyta.
Elskurnar allar vona að þið séuð hressar og kátar og látið póst flæða hér á milli, ég kýs að senda ykkur
fyrst þessa hugleiðingu, með samþykki Önnu Svövu og Svönu, áður en við auglýsum aðalfund á allan
hópinn og vona að þið eigið stund til að hugsa um og finna út: Hvernig vil ég að
svæðameðferðarfélagið þróist og hvað get ég lagt af mörkum til þess?

Með allrabestu kveðju, Katrín formaður SSOVÍ, Svana ritari og Anna Svava gjaldkeri