Komiði sæl öll, stjórn hefur verið mjög óvirk þetta árið. Ætlaði að hætta í fyrra en ekki fengust neinir til
að taka við. Við vinkonurnar í stjórn hittumst þó nokkrum sinnum og ákveðið var að hafa litlu jóla hitting
og nuddmót sem sunnankonur sæju um. Ekki varð þó af nuddmótinu vegna ónógrar þátttöku en litlu jólin
voru vel heppnuð sunnanmegin, 8 kátar konur hittust og áttu góða stund saman en norðan heiða mættum
við 4.
Alltaf gengur illa að manna nýja stjórn og engin vill vera formaður! Þó hafa fundist þrjár sem vilja taka að
sér að vera i stjórn en ekki formenn.
Ég, Katrín formaður, hef því lagt til lagabreytingar, með samþykki stjórnar, sjá Aðalfundarboð.
Einnig legg ég legg til að við setjum félagið í slitaferli og slítum félaginu eftir tvö ár ef ekki fæst fólk í
stjórn áfram.
Félög eru bara félög og betra að leggja þau niður heldur en vera í vandræðum með að mynda stjórn og
þetta fer bara að vera vesen. Hópar viljugra sovfræðinga geta alveg hist og jafnvel skipulagt nuddmót eða
annan hitting og útskrifaðir sovfræðingar geta gengið sjálfstætt í BÍG ef þeir óska þess. Ég held að þetta
félag verði aldrei formlegt baráttufélag frekar en big og því sosum ekki þörf á svona félags
formlegheitum. Við getum alveg haldið nafnalistanum opnum ef einhverjar vilja vera þar á lista og staðið
fyrir einhverjum uppákomum án formlegheita. Gera hlutina frá hjartanu en ekki af einhverri kvöð.
Á Aðalfundi SSOVÍ 15. maí 2024 leggur stjórn því til að samþykkt verði eftirfarandi tillaga auk
lagabreytinganna í Aðalfundarboði:
Núverandi stjórn leggur til að félagið fari í tveggja ára slitaferli og verði þá lagt niður
2026 ef ekki tekst að blása lífi í það og þáverandi bankainneign SSOVÍ verði látin
renna til góðgerðarmála.
Við leggjum einnig til að ekkert árgjald verði innheimt þetta árið því félagið er vel statt og engin ástæða
til að safna peningum.
Allrabesta kveðja frá okkur í stjórn, Katrín, Anna Svava og Svana