Kæru vinir, félagar SSOVÍ!
Þá er komið að aðalfundi SSOVÍ 2023, árin líða fljótt !!!
Stjórnin hefur fundað formlega 4 sinnum á árinu og haft mjög gaman af þeim hitting 🙂 Þess utan spjall í
síma og í gegnum netpóst.
Síðastliðið ár var frekar rólegt því við gengum úr Bandalagi íslenskra græðara á síðasta aðalfundi, eftir
yfir 20 ára veru þar, og losnuðum þá undan mikilli vinnu sem var greinilega ekki að skila okkur neinum
ávinningi.
Svo eru það fótakortin, 25 ára afmælisgjöf SSOVÍ til félagasmanna sinna. Eins og sagt er í
eftirnuddmótspósti sendum í desember, þá erum við í smá dreifingar vandræðum, kostar augun úr að
kaupa plasthólk og senda í pósti. En hér eru konur sem tóku að sér að vera dreifingar aðilar og ætla sér að
koma kortunum út! Endilega hringið og mælið ykkur mót við einhverjar okkar og sækið kortin, við
merkjum við og sendum þeim sem lengst eiga að fara.
Dreifingaraðilar eru: Una Berglind sími 699-7006 í Reykjavík, Ásta sími 898-7939 í Skagafirði,
Sveinbjörg sími 869-2364 á Hornafirði, Gréta sími 893-7314 í Reykjavík? Katrín sími 895-7333 á
Eyjafjarðarsvæðinu.
Í haust var svo nuddmót haldið eftir nokkurra ára hlé, þangað mættu 12 konur og eins og áður á
nuddmótum var móðir jörð, almættið og allir englarnir með okkur og voru allar konurnar sammála um að
helgin var dásamleg og þetta yrði að endurtaka á hverju eða öðru hverju ári!!!
Ég hvet alla félaga, hvort sem þeir eru að nota svæðameðferðina eða ekki, að mæta á næsta nuddmót það
er endurnærandi og skemmtilegt.
Nú hefur stjórnin setið hér fyrir Norðan í um 10 ár og langar okkur mjög að hún flytji suður yfir heiðar,
kominn tími fyrir ferskan vorblæ í félagið. Hvar eruði gömlu valkyrjur SSOVÍ?
Að vera í stjórn er ósköp lítið mál eftir að við hættum í BÍG!
Ég er búin að fara á fjörurnar við nokkrar góðar konur sunnan heiða, sumar tilbúnar í stjórn en ekki í
formennskuna. Ef einhver er tilbúin að vera formaður vinsamlega hafðu samband við núverandi formann,
annars sitjið þið uppi með núverandi stjórn 🙂
Nú svo er bara að muna eftir árgjaldinu sem stjórn stingur uppá að sé 2000 kr (eina greiðsla á landinu sem
lækkar!!!) og senda stjórn hugmyndir um hvað við eigum að nota peningana okkar í, en félagið á um 500
000 kr í banka, þrátt fyrir nokkra eyðslu í kringum nuddmót og afmæli SSOVÍ.
Svo er að muna eftir heimasíðunni, www.svaedamedferd.is er hér einhver sem vill taka hana í fóstur?
Ásgerður er svo frábær og stofnaði feisbókarsíðuna okkar og sér um hana, takk Ásgerður 🙂
Hér er linkurinn á facebooksíðuna: https://www.facebook.com/groups/2161584204168800
Allrabesta vorkveðja
Katrín formaður SSOVÍ
Anna Svava gjaldkeri SSOVÍ
Guðrún ritari SSOVÍ